Meistaramót Íslands - fyrsti dagur

Meistaramót Íslands í badminton hófst í dag í TBR við Gnoðarvog. Keppt var í einliðaleik í meistaraflokki, A- og B-flokki. Hart hefur verið barist í leikjum dagsins en spilað var fram í átta liða úrslit.

Í átta liða úrslitum einliðaleiks karla mætast Kári Gunnarsson og Birkir Steinn Erlingsson, Kristófer Darri Finnsson og Kristján Huldar Aðalsteinsson, Sigurður Sverrir Gunnarsson og Egill G. Guðlaugsson og Daníel Jóhannesson mætir Atla Jóhannessyni.

Í einliðaleik kvenna mætast í átta liða úrslitum Snjólaug Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir annars vegar og Harpa Hilmisdóttir og Margrét Jóhannsdóttir hins vegar. Tinna Helgadóttir og Sara Högnadóttir sátu hjá og erum komnar beint í undanúrslit.

Á morgun verður leikið í 8 manna úrslitum í öllum flokkum og undanúrslit hefjast klukkan 14.
Keppni hefst í fyrramálið kl. 9 með leikjum í tvenndarleik.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Meistaramóti Íslands 2015.

Skrifað 10. apríl, 2015
mg