Einstaklingskeppni Evrˇpukeppni U19 hˇfst Ý dag

Einstaklingskeppni Evrópukeppni U19 hófst í dag í Póllandi. Ekki er hægt að segja að dagurinn hafi leikið við íslensku keppendurna, sem allir töpuðu leikjum sínum.

Kristófer Darri Finnsson og Harpa Hilmisdóttir kepptu gegn Carl Cristian Mork og Charlotte Leinan frá Noregi og töpuðu 18-21 og 15-21.

Daníel Jóhannesson spilaði einliðaleik gegn Alexandr Kozyrev frá Rússlandi og tapaði 9-21 og 16-21. Arna Karen spilaði einliðaleik gegn Stephanie Pinharry frá Kýpur og tapaði 8-21 og 10-21.

Tvíliðaleik karla léku Pálmi Guðfinnsson og Daníel Jóhannesson gegn Bjarne Geiss og Daniel Seifert, nýkrýndum Evrópumeisturum U19 landsliða frá Þýskalandi. Pálmi og Daníel töpuðu 15-21 og 7-21. Tvíliðaleik kvenna léku Arna Karen Jóhannsdóttir og Alda Karen Jónsdóttir gegn Zuzana Palkova og Katarina Vargova frá Slóvakíu. Þær töpuðu 20-22 og 15-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Skrifa­ 30. mars, 2015
mg