Spánn Evrópumeistari U19 landsliđa

Í morgun fór fram úrslitaleikur í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi.

Spánverjar, sem slógu Dani út í undanúrslitum, mættu Englendingum. England vann fyrsta leikinn sem var tvenndarleikur og svo unnu Spánverjar annan leikinn, einliðaleik karla, en hann lék Luis Enrique Penalver sem keppni í forkeppni EM hér á Íslandi í nóvember.

Clara Azurmendi sem einnig keppti á Íslandi í nóvember vann svo einliðaleik kvenna og þá var staðan 2-1 fyrir Spáni. Þá unnu Englendingar tvíliðaleik karla og staðan var jöfn 2-2 þegar síðasta viðureignin fór í gang.

Íslandsvinirnir Clara Azurmendi og Isabel Fernandez unnu tvíliðaleik kvenna fyrir Spán og gerðu land sitt þar með að Evrópumeistara U19 landsliða. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni U19 landsliða.

Einstaklingskeppnin, Evrópukeppni U19, hefst í dag.

Skrifađ 30. mars, 2015
mg