KBK Kbh. fer upp um deild og spilar í annarri deild á nćsta tímabili

Síðasta umferðin í umspilinu um hvaða lið fara upp í aðra deild fór fram í Danmörku í gær. KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar, spilaði leik gegn KMB2010 2 en liðið vann 9-4.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Rasmus Rylander og tapaði 13-21 og 19-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen og þeir töpuðu fyrir Casper Nørsø Pedersen og Philip Busch Andreasen eftir oddalotu 21-13, 13-21 og 11-21.

KBK vann báða tvenndarleikina, báða einliðaleiki kvenna, annan og fjórða einliðaleik karla, báða tvíliðaleiki kvenna og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og KMB2010 2.

KBK endaði í fyrsta sæti umspilsins og fer því upp í aðra deild. Smellið hér til að sjá lokastöðuna í umspilinu.

Skrifađ 23. mars, 2015
mg