Br°ndby Strand fer ekki upp um deild

Síðasta umferðin í umspilinu um hvaða lið komast upp í þriðju deild fór fram í Danmörku í gær. Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar, mætti Hvidovre 3 og vann örugglega 10-3.

Magnús lék ekki fyrir lið sitt í þessari umferð en liðið vann báða tvenndarleikina, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla, fyrri tvíliðaleik kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Hvidovre 3.

Brøndby Strand endaði í fimmta sæti umspilsins og fer ekki upp um deild. Smellið hér til að sjá lokstöðuna í umspilinu um að komast upp í þriðju deild.

Skrifa­ 23. mars, 2015
mg