Taastrup Elite 2 fer upp um riđil á nćsta tímabili

Síðasta umferðin í umspilinu um hvaða lið fara í fyrsta riðil í Sjálandsseríunni fór fram í Danmörku í gær. Taastrup Elite 2, lið Ragnars Harðarsonar, keppti gegn Ishøj SB 50 og vann 9-4.

Ragnar lék fjórða einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék -hann gegn Steen Horskær og vann 27-25 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hann með Anders Heckmann gegn Palle Kristensen og Steen Horskær. Ragnar og Heckmann unnu 21-14 og 21-15.

Taastrup Elite 2 vann annan tvenndarleik, annan einliðaleik kvenna, alla einliðaleiki karla og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Ishøj SB 50.

Taastrup Elite 2 endaði í öðru sæti umspilsins og spilar því í fyrsta riðli seríunnar á næsta tímabili. Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu.

Skrifađ 23. mars, 2015
mg