Taatrup Elite fellur ni­ur Ý ■ri­ju deild

Síðasta umferðin í umspilinu um hvaða lið falla niður í þriðju deild fór fram í Danmörku í gær. Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur, spilaði gegn Aalborg Triton og vann 8-5.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn gegn Allan Mørch Pedersen og Amalie Koch Andersen. Drífa og Gerzymisch unnu 21-13 og 21-11. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M Hansen og þær unnu Laura Samaniego Fernandez og Amalie Koch Andersen 21-15 og 21-16.

Taastrup Elite vann einnig annan tvenndarleik, fyrsta og þriðja einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og annan og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Aalborg Triton.

Smellið hér til að sjá lokastöðuna í umspilinu. Þrátt fyrir sigur endaði Taastrup Elite í fimmta sæti umspilsins og fellur með því niður í þriðju deild.

Skrifa­ 23. mars, 2015
mg