Úrslit Óskarsmóts KR

Síðasta mót innan Dominosmótaraðar BSÍ fyrir Meistaramót Íslands, Óskarsmót KR, var um helgina. Keppt var í flestum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki vann Egill G. Guðlaugsson ÍA en hann vann í úrslitum einliðaleiks karla Atla Jóhannesson TBR 21-12 og 21-14. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann Söru Högnadóttur TBR eftir oddalotu 21-14, 19-21 og 21-12. Tvíliðaleik karla unnu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR en þeir unnu í úrslitum Atla Jóhannesson og Birki Stein Erlingsson TBR 21-17 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR 21-16 og 21-19.

Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Davíð Phuong TBR 21-8, 21-3. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í flokkum. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna í A-flokki. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phuong og Þorkell Ingi Eriksson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Alexander Huang og Atla Tómasson TBR 21-8 og 21-7. Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en í greininni var keppt í riðli.

Í B-flokki var keppt í einliðaleik karla og kvenna og í tvenndarleik. Einliðaleik karla vann Egill Þór Magnússon Aftureldingu en hann vann í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór eftir oddalotu 21-17, 19-21 og 21-13. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA sigraði einliðaleik kvenna en hún vann í úrslitum Dalrós Söru Jóhannsdóttur ÍA 21-9 og 21-19. Tvenndarleikinn unnu Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA en þau unnu í úrslitum Egil Þór Magnússon og Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu 21-14 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu KR Badminton.

Síðasta mót á Dominosmótaröð BSÍ er Meistaramót Íslands sem fer fram í TBR 10. - 12. apríl.

Skrifađ 23. mars, 2015
mg