Gríslingamót á Akranesi um helgina

Hið árlega Gríslingamót Badmintonfélags Akraness verður haldið sunnudaginn 27.janúar næstkomandi í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mótið er fyrir krakka í U11 flokknum eða fædda 1997 og síðar.

Krökkunum verður skipt upp í lið og haldin skemmtileg keppni milli liða í einliðaleik. Mæting er kl. 10 á sunnudagsmorgun og hefjast fyrstu leikir um kl. 10.30. Allir keppendur fá glaðning fyrir þátttökuna.

Síðasti skráningardagur í Gríslingamótið er næstkomandi fimmtudagur 24.janúar. Smellið hér til að skoða mótaboðið og smellið hér til að skoða heimasíðu Badmintonfélags Akraness.

Skrifað 22. janúar, 2008
ALS