Reykjavíkurmeistarar áriđ 2015 krýndir

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla er hann vann í úrslitum Pálma Guðfnnsson TBR 21-17 og 21-14. Margrét Jóhannsdóttir TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna en spilað var í riðli í greininni. Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla eftir sigur á Atla Jóhannessyni og Birki Steini Erlingssyni í úrslitum eftir oddalotu 12-21, 21-16 og 21-11. Rakel Jóhannesdóttir og Elsa Nielsen TBR urðu Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runsólsdóttur TBR eftir oddalotu 11-21, 21-16 og 21-13. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR eftir að hafa sigrað í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR 21-15 og 24-22.

Atli Jóhannesson varð því tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.

Í A-flokki sigraði Davíð Phuong TBR Þorkel Inga Eriksson TBR í úrslitum eftir oddalotu í einliðaleik karla 18-21, 21-18 og 21-13. Einliðaleik kvenna vann Færeyingurinn Brynhild D. Carlsson hún vann í úrslitum löndu sína Sólfríð Hjörleifsdóttur 21-16 og 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Davíð Phuong og Þorkell Ingi Eriksson TBR eftir sigur á bræðrunum Ármanni Steinari og Helga Grétari Gunnarssonum BH/ÍA í úrslitum 21-13 og 21-15. Tvíliðaleik kvenna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR en þær fengu úrslitaleikinn gegn Guðríði Þóru Gísladóttur og Sigrúnu Einarsdóttur TBR gefinn. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki unnu Helgi Grétar Gunnarsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA en þau unnu í úrslitum Þórhall Einisson og Hrund Guðmundsdóttur Hamri 21-14, 19-21 og 22-20.

Davíð Phuong er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.

Daníel Ísak Steinarsson TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki eftir sigur á Mahn Duc Pham TBR í úrslitum 21-11 en Mahn gaf seinni lotuna. Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA en hún vann eftir oddalotu í úrslitum Andreu Nilsdóttur TBR 24-22, 13-21 og 21-17. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR en þeir unnu í úrslitum Hermann Eysturoy og Ómar Sigurbergsson Færeyjum/TBR eftir oddalotu 17-21, 21-15 og 21-17. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH en þær unnu Andreu Nilsdóttur og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR 21-16 og 21-19. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR en þau unnu Sigurð Eðvarð Ólafsson og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 21-19 og 21-18.

Daníel Ísak Steinarsson er þrefaldur Reykjavíkurmeistari.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna.

Skrifađ 16. mars, 2015
mg