Badminton fatlađra

Heimsmeistaramót fatlaðra í badminton fer fam í Englandi síðar á árinu. Mótið fer fram daganna 8. - 13. september og verður haldið í keppnishöll í Stoke Mandeville.

Badminton fatlaðra

Poul-Erik Høyer forseti Alþjóða bandmintonsambandsins sýndi í verki hve mikilvægt heimsmeistaramótið verður með því að tengja það við afmæli Ólymípumót fatlaðra. Auk þess fer mótið fram í höllinni sem er heimavöllur fatlaðra og þroskaskertra íþróttamanna á Englandi. Íþróttaleikar kenndir við Stoke Madeville bæinn voru nýttir í endurhæfingu fyrir þá sem særðust í Seinni heimsstyrjöldinni og voru á sjúkrahúsi þar.

 

Badminton fatlaðra

 

Íþróttaleikarnir voru haldnir í níunda sinn í Róm á Ítalíu árið 1960 og voru þá fyrst viðurkenndir sem heimsmeistaramót fatlaðra. Mótið verður hápunktur þessa árs en mörg alþjóðamót í badminton fatlaðra verða haldin í Asíu og Evrópu.

Badminton fatlaðra

Af stærstu mótunum er það að segja að fjörið byrjar á Fimmta alþjóðlega spænska mótinu sem fram fer í 25. - 29. mars í Alcudia á Spáni. Því næst fer fram alþjóðlega kínverska í Peking daganna 13. - 17. maí. Mánuði síðar fer fram í Dublin alþjóðlega írska mótið 24. - 28. júní. Annað alþjóðlega indónesíska mótið fer fram í Solo 5. - 9. ágúst.

Í október síðastliðnum var svo samþykkt að badminton fatlaðra yrði viðurkennd keppnisgrein á Ólympíumóti fatlaðara í Tokyo árið 2020. 

Skrifađ 13. mars, 2015
mg