Kári og Sara tóku ţátt í Rúmeníu

Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir taka nú þátt í Alþjóðlega rúmenska mótinu sem fram fer í Timisoara um helgina. Í dag fór fram forkeppni í einliðaleik karla og kvenna en Kári og Sara tóku þátt í þeim. Keppt ef eftir stigakerfi sem Alþjóðlega badmintonsambandið er að prófa en vinna þarf þrjár lotur upp í 11 með tveggja stiga mun.

Kári keppni í fyrstu umferð forkeppninnar við Lilan Mihaylov frá Búlgaríu. Kári vann 11-8, 14-12 og 11-9. Í annarri umferð mætti Kári Filimon Collins-Valentine frá Rúmeníu. Kári vann þann leik einnig 11-9, 11-6 og 11-3. Í þriðju umferð keppti Kári við Vincent De Vries frá Hollandi og tapaði 9-11, 7-11 og 7-11. Með því lauk þátttöku Kára í mótinu.

Sara keppti einnig í forkeppni einliðaleiks. Í fyrstu umferð atti hún kappi við Ana-Madalina Bratu frá Rúmeníu. Sara vann eftir fjórar lotur 11-3, 11-5, 7-11 og 11-6. Í annarri umferð mætti hún Marie Batomene, sem var raðað númer eitt inn í forkeppni einliðaleiks kvenna. Sara tapaði fyrir henni 6-11, 5-11 og 6-11. Með því lauk þátttöku Söru í mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Alþjóðlega rúmenska mótinu. 

Skrifađ 12. mars, 2015
mg