Þjálfaranámskeið á Íslandi í sumar

Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að taka þátt í þjálfaranámskeiði sem haldið verður í tenglum við Nordic Camp æfingabúðirnar. Búðirnar verða að þessu sinni á Íslandi og Badmintonfélag Akraness sér um þær fyrir hönd BSÍ. Búðirnar verða því á Akranesi dagana 5. - 9. ágúst.

Þjálfarar sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Badmintonsambandsins sem fyrst en búðirnar eru þeim að kostnaðarlausu. Yfirþjálfari er James Barclay frá Englandi en hann var yfirþjálfari North Atlantic Camp í fyrra og mikil ánægja var með hans störf.

Þjálfarar sem sækja námskeiðið sjá um þjálfun í búðunum en þeir koma frá öllum Norðurlöndum.
Skrifað 11. mars, 2015
mg