Taastrup Elite 2 heldur áfram á sigurbraut

Taastrup Elite 2, lið Ragnars Harðarsonar í Sjálandsseríunni í Danmörku, keppti gegn Vordingborg um helgina í umspilinu um að komast í fysta riðil í Sjálandsseríunni. Liðið vann 8-5.

Ragnar lék fjórða einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Jesper Adler og tapaði eftir oddalotu 22-20, 16-21 og 15-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Allan Brandt gegn Per Damkjær Juhl og Jesper Adler. Ragnar og Brandt unnu eftir oddalotu 12-21, 21-16 og 21-13.

Taastrup Elite 2 vann annan tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta og þriðja einliðaleik karla og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Vordingborg.

Taastrup Elite 2 er nú í komið upp í annað sæti umspilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu.

Taastrup Elite 2 leikur næsta leik sinn gegn Ishøj SB 50 laugardaginn 21. mars.

Skrifað 11. mars, 2015
mg