Ćfingabúđir í Greve

Badmintonfélagið Greve Strand sem staðsett er rétt fyrir utan Kaupmannahöfn hefur opnað alþjóðlegar æfingabúðir fyrir afreksfólk í badminton. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir: „Ef þú vilt bæta getu þína - tæknilega jafnt sem leikfræðilega - eru Greve þjálfunarbúðirnar góður kostur."

Fyrirkomulag æfingabúðanna er þannig að þar er boðið uppá tveggja klukktustunda æfingar á morgnana alla virka daga. Leikmenn æfa svo með félagsliðum sínum á kvöldin. Auk þess er boðið uppá styrktarþjálfun þar sem útbúið er sérstakt prógram fyrir hvern og einn einstakling. Fyrirkomulagið er semsagt svipað og í IBA (International Badminton Academy) þar sem Sara Jónsdóttir og Sveinn Sölvason voru við æfingar hjá Mikael Kjeldsen fyrir nokkrum árum.

Yfirþjálfari æfingabúðanna er Nadia Lyduch sem hefur um 15 ára reynslu af badmintonþjálfun ásamt því að hafa menntað sig í þjálfaraskólanum í Álaborg hjá Kenneth Larsen.

Hægt er að kaupa stakar vikur í æfingabúðunum eða heilt eða hálft keppnistímabil. Nánari upplýsingar um æfingabúðirnar má finna á heimasíðu Greve Strands Badmintonklub.

Skrifađ 3. oktober, 2007
ALS