Br°ndby Strand Ý fyrsta sŠti umspilsins

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, spilaði annan leik sinn í umspilinu um að komast upp í þriðju deild um helgina. Liðið mætti Gladsaxe-Søb. og vann 8-5.

Magnús lék ekki fyrir lið sitt í þessum leik.

Liðsmenn Brøndby Strand unnu annan tvenndarleik, annan og þriðja einliðaleik karla, báða tvíliðaleiki kvenna og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Gladsaxe-Søb.

Brøndby Strand er nú í sjötta sæti í umspilinu. Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu um að komast upp í þriðju deild.

Næsti leikur í umspilinu er laugardaginn 7. mars gegn Næstved.

Skrifa­ 23. febr˙ar, 2015
mg