Taastrup Elite vann Esbjerg ESG

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, spilaði gegn Esbjerg ESG um helgina í umspili um hvaða lið falla í þriðju deild í gær. Taastrup Elite vann 8-5.

Drífa lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Per Wedel Gerzymisch gegn Dennis Holm Hansen og Danica Bolos. Drífa og Gerzymisch unnu 21-16 og 21-14. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M Hansen og þær töpuðu eftir oddalotu fyrir Trine Christiansen og Laura Vana 23-21, 13-21 og 11-21.

Taastrup Elite vann einnig alla fjóra einliðaleiki karla, annan tvíliðaleik kvenna og annan og þriðja tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Esbjerg ESG.

Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu en liðið er nú í fimmta sæti umspilsins.

Næsti leikur í umspilinu er laugardaginn 7. mars gegn Horsens.

Skrifað 23. febrúar, 2015
mg