Una með silfur á Sandefjord Ranking

Íslenska landsliðið í badminton skipað leikmönnum í flokknum U19 tók þátt í opna unglingamótinu Sandefjord Ranking um helgina.

Una Harðardóttir stóð sig best íslensku leikmannanna og varð í öðru sæti í einliðaleik og í 3.-4.sæti í tvíliðaleik ásamt norskri stúlku.

Þó að íslensku strákarnir hafi ekki unnið til verðlauna að þessu sinni unnu þeir marga leiki. Allir náðu þeir að komast uppúr riðlunum sínum í einliðaleik og taka þátt í útsláttarkeppninni. Þar komust þeir Kristján Huldar Aðalsteinsson og Heiðar B. Sigurjónsson lengst Íslendinganna eða í átta liða úrslit. Í tvíliðaleik komust tvö pör í átta liða úrslit, Heiðar B. Sigurjónsson og Róbert Þór Henn annarsvegar og Kristján Huldar Aðalsteinsson og Ragnar Harðarson hinsvegar. Þeir Heiðar og Róbert töpuðu naumlega fyrir sigurvegurum mótsins í átta liða úrslitunum. Þau Una Harðardóttir og Róbert Þór Henn unnu tvo leiki í tvenndarleik en töpuðu þeim þriðja í átta liða úrslitum gegn silfurverðlaunahöfum mótsins.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Sandefjord Ranking 2008. 

Eins og áður hefur komið fram sigraði íslenska U19 liðið Norðmenn í vináttulandsleik á fimmtudag. Smellið hér til að skoða frétt um landsleikinn.

Hópurinn kemur til Íslands seinnipartinn í dag mánudag. Smellið hér til að skoða mynd af hópnum ásamt Árna Þór Hallgrímssyni landsliðsþjálfara. 

Skrifað 21. janúar, 2008
ALS