TBR/Hamar Sleggjur unnu A-deildina

Síðustu leikjum í A-deild í Deildakeppni BSÍ 2015 lauk rétt í þessu.

TBR/Hamar Sleggjur urðu í fyrsta sæti og þar með Íslandsmeistarar í A-deild en TBR/Hamar Sleggjur unnu 4 leiki og töpuðu einum. Lið TBR/Hamars skipa Birgir Hilmarsson, Gunnar Bjarki Björnsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Ingi Pálsson, Þórhallur Einisson, Bjarndís Helga Blöndal, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Hrund Guðmundsdóttir.

 

TBR Sleggjur

 

Í öðru sæti urðu BH/ÍA Landsbyggðin en þau sigruðu þrjá leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Í þriðja sæti urðu TBR Bjútís og í fjórða sæti TBR Sleggjur. Í fimmta sæti varð BH mafían en TBR/SABK endaði í því sjötta.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í A-deild.

Skrifað 15. febrúar, 2015
mg