Kári úr leik í Íran

Kári Gunnarsson tapaði leik sínum í annarri umferð alþjóðlega íranska mótsins sem fram fer nú í Teheran.

Kári mætti Slóvananum Iztok Utrosa sem var raðað númer þrjú inn í mótið. Utrosa vann 21-11 og 21-12 en datt síðan út í þriðju umferð þegar Malasíubúinn Joo Ven Soong sló hann út eftir oddalotu 21-17, 12-21 og 21-11.

Milan Ludik frá Tékklandi, Luka Wraber frá Austurríki og Emre Vural frá Tyrklandi keppa einnig í mótinu en þeir kepptu hér á Iceland International í janúar. Þeir eru allir ennþá inni í mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega íranska mótinu.

Skrifađ 13. febrúar, 2015
mg