Kári keppir í Íran

Kári Gunnarsson tekur nú þátt í Iran International mótinu sem fer fram í Teheran nú um helgina. Kári fór beint inn í aðalkeppnina en 24 keppendur tóku þátt í forkeppni í einliðaleik karla og spiluðu um átta pláss í aðalkeppninni.

Fyrsta umferð í aðalkeppninni var leikin í gær, fimmtudag og þá mætti Kári Qasim Mohammed Maaroof Al-Mandalawi frá Írak. Kári vann leikinn auðveldlega 21-4 og 21-9.

Í annarri umferð sem fer fram í dag mætir Kári Iztok Utrosa frá Slóveníu en honum er raðað númer þrjú inn í mótið. Utrosa er númer 94 á heimslista.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á alþjóðlega íranska mótinu.

Skrifađ 13. febrúar, 2015
mg