Taastrup Elite 2 tapaði naumlega

Taastrup Elite 2, lið Ragnars Harðarsonar í Sjálandsseríunni í Danmörku, keppti gegn Solrød Strand 5 um helgina í umspilinu um að komast í fysta riðil í Sjálandsseríunni. Liðið tapaði naumlega 7-6.

Ragnar lék ekki með liði sínu í þessari viðureign en liðið vann alla fjóra einliðaleiki karla og annan og þriðja tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Solrød Strand 5.

Liðsmenn Taastrup Elite 2 unnu einnig báða tvenndarleikina, alla einliðaleiki karla og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu.

Taastrup Elite 2 leikur næsta leik sinn gegn Herlufsholm laugardaginn 21.febrúar.

Skrifað 2. febrúar, 2015
mg