Br°ndby Strand tapa­i fyrsta leiknum Ý umspilinu

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, spilaði fyrsta leik sinn í umspilinu um að komast upp í þriðju deild um helgina. Liðið mætti KBK Kbh. 2 og tapaði 4-9.

Magnús lék annan einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Søren Them og tapaði 14-21 og 19-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Frank Johannsen og þeir unnu Nikolaj Eskesen og Søren Them eftir oddalotu 15-21, 21-14 og 21-17.

Liðsmenn Brøndby Strand unnu einnig fyrsta einliðaleik karla og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og KBK Khb 2.

Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu.

Næsti leikur í umspilinu er laugardaginn 21. febrúar gegn Gladsaxe - Søb.

Skrifa­ 2. febr˙ar, 2015
mg