KBK burstaði andstæðinga sína 12-1

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, spilaði fyrsta leik sinn í umspili um hvaða lið komast upp í aðra deild um helgina en liðið mætti SAIF Kbh. og burstaði það 12-1.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Frederik Houlberg og vann 21-12 og 21-15. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen, sem keppti á Iceland International, og þeir töpuðu fyrir Kristian Simoni og Frederik Houlberg 16-21 og 18-21.

KBK vann allar viðureignir nema þennan eina leik sem Kári og Kærsgaard töpuðu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og SAIF Kbh.

Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu um að komast í aðra deild.

Næsti leikur KBK Kbh. er laugardaginn 21. febrúar gegn Greve 2.

Skrifað 2. febrúar, 2015
mg