U19 landsli­i­ vali­

U19 landslið Íslands keppir í Evrópukeppni U19 landsliða í Lubin í Póllandi dagana 26. mars - 4. apríl næstkomandi.

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Liðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

Keppnin er bæði landsliðskeppni og einstaklingskeppni. Liðakeppnin fer fram dagana 26. - 30. mars og einstaklingskeppnin 30. mars - 4. apríl.

Davíð, Alda Karen og Harpa eru einnig í U17 landsliðshópnum sem spilar í Belgíu beint eftir Evrópukeppnina í Póllandi.

Smellið hér til að vita meira um Evrópukeppni U19 landsliða.

Skrifa­ 29. jan˙ar, 2015
mg