Helgi velur U17 landsliðshópinn sem keppir í Belgíu

U17 landslið Íslands keppir á Victor OLVE mótinu í Antwerpen í Belgíu dagana 4. - 6. apríl næstkomandi.

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Liðið skipa Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir TBR, Margrét Nilsdóttir TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR.

Badmintonsamband Íslands hefur sent U17 landsliðið á þetta mót annað hvert ár, það ár sem ekki er Evrópukeppni fyrir þennan aldurshóp.

Smellið hér til að sjá upplýsingar um Victor OLVE mótið.

 

Skrifað 29. janúar, 2015
mg