Milan sigurvegari í einliðaleik á Iceland International

Milan Ludik frá Tékklandi sigraði á Iceland International #RIG15. Hann spilaði gegn Matthias Almer Austurríki í úrslitum og fór leikurinn 21/9 21/19.

Ludik lék einnig á Iceland International árið 2014 og féll þá út í undanúrslitum. Hann vonast til að vinna landsmót Tékka næstu helgi og heldur svo áfram að túra um Evrópu til að safna stigum og komast á Ólympíuleikana 2016.

Hér má sjá viðtal við Ludik.

Skrifað 25. janúar, 2015
mg