Ísland sigraði Noreg

Íslenska U19 landsliðið í badminton lék vináttulandsleik við Norðmenn í Sandefjord í gær. Landsleikurinn var jafn og spennandi en í fjórum af níu leikjum þurfti að leika oddalotu til að knýja fram úrslit. Leikurinn endaði með 5-4 sigri Íslands sem er vissulega glæsilegt hjá okkar krökkum.

Úrslit einstakra leikja voru eftirfarandi:

Ísland Noregur
Úrslit
Staða
Una Harðardóttir
Mari Boe
21/19, 17/21, 18/21
0-1
Róbert Þór Henn Truls Krömke
22/20, 21/12 1-0
Heiðar B. Sigurjónsson
Christian Boe
21/12, 21/16
1-0
Kristján Huldar Aðalsteinsson
Fredrik Stanghov
21/17, 21/16
1-0
Pétur Hemmingsen
Fredrik Rumsjö
17/21, 21/12, 13/21
0-1
Ragnar Harðarson
Sebastian Böe
21/19, 20/22, 21/15
1-0
Róbert Þór Henn/Heiðar Sigurjónss.
Örjan Rörmoen/Christian Boe
20/22, 22/20, 23/21
1-0
Kristján H. Aðalsteins./Ragnar Harðars.
Fredrik Rumsjö/Truls Krömke
17/21, 22/24
0-1
Pétur Hemmingsen/Una Harðardóttir Örjan Rörmoen/Mari Böe
14/21, 11/21
0-1
    Samtals
5-4

Sindri Jarlsson snéri sig á morgunæfingu liðsins á fimmtudag og gat því ekki verið með í landsleiknum í gærkveldi en hann verður vonandi orðin nógu góður fyrir einstaklingskeppnina.

Í dag föstudag hefja krakkarnir svo keppni á Sandefjord Ranking. Mótið er opið unglingamót þar sem leikmenn frá 26 norskum félögum, Írlandi og Íslandi keppa sín á milli. Smellið hér til að skoða niðurröðun mótsins. Smellið hér til að skoða heimasíðu Sandefjord Badmintonklub sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins.

 

U19 landsliðið á leið til Noregs. Frá vinstri Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, Una Harðardóttir, Pétur Hemmingsen, Heiðar B. Sigurjónsson, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Sindri Jarlsson, Ragnar Harðarson og Róbert Þór Henn.

 

Smellið hér til að skoða mynd af U19 landsliði Íslands í badminton sem tekin var á síðustu æfingu liðsins fyrir ferðina til Noregs. Frá vinstri Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, Una Harðardóttir, Pétur Hemmingsen, Heiðar B. Sigurjónsson, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Sindri Jarlsson, Ragnar Harðarson og Róbert Þór Henn.

Skrifað 18. janúar, 2008
ALS