Ragna áfram númer 53

Alþjóða Badmintonsambandið, BWF, gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er í 53.sæti listans í einliðaleik kvenna fjórðu vikuna í röð og í 19.sæti yfir leikmenn frá Evrópu. Líklegt er að meiri hreyfing komist á listann þegar mótahald fer að þéttast aftur eftir rólega tíma í kringum jól og áramót. Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Næstu mót Rögnu eru Swedish International sem fer fram í Stokkhólmi 24.-27.janúar og Iran Fajr 2008 sem fer fram í Tehran 2.-5.febrúar næstkomandi. Mótið í Stokkhólmi er nokkuð sterkt en sú sem talin er sigurstranglegust í því er númer 33 á heimslistanum, Sara Person frá Svíþjóð. Í næstu viku kemur í ljós hverjir eru skráðir til keppni í Íran en líklegt má telja að það verði nokkuð margir sterkir leikmenn sem fari ekki þangað vegna þess að mjög mörg lönd spila meistaramót sín þessa helgi ár hvert.

Skrifað 17. janúar, 2008
ALS