RIG - Iceland International hefst á morgun

Alþjóðlega mótið Iceland International hefst í TBR húsunum á morgun klukkan 10 með forkeppni í einliðaleik karla og einliðaleik kvenna. Mótið er hluti af Reykjavík International Games. Leikið verður til klukkan 15:30 en þá ræðst hvaða leikmenn hafa unnið sér inn þátttöku í aðalkeppninni.

Bestu badmintonspilarar landsins taka þátt í mótinu, sem er haldið í 18. skipti. Þátttakendur eru frá 23 þjóðlöndum. Búast má við skemmtilegri badmintonveislu þar sem margir keppenda eru einna fremstir í íþróttinni í heiminum.

 

Iceland International 2011


Á föstudaginn verður leiknar fyrsta og önnur umferð. Keppni hefst með tvenndarleikjum klukkan 9 og einliðaleik karla klukkan 9:35. Fyrsta umferð í einliðaleik kvenna er klukkan 12:30, tvíliðaleikur karla klukkan 14:15 og spilað verður í tvíliðaleik kvenna klukkan 16:05. Leikið verður til klukkan 22:30.

 

Átta liða úrslit hefjast á laugardaginn klukkan 10 og undanúrslit eftir tveggja tíma hlé, klukkan 15:30. Úrslitin eru á sunnudaginn frá 10-14. Sýnt verður beint frá úrslitunum á RÚV.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

 

Skrifað 21. janúar, 2015
mg