Úrslit Unglingameistaramóts TBR - RIG

Unglingameistaramót TBR var haldið um helgina en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2015. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 46 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Ari Nandy frá Færeyjum í einliðaleik hnokka en hann vann í úrslitum Rúni Öster frá Færeyjum 21-7 og 21-11. Adhya Nandi frá Færeyjum vann löndu sína Lenu Mariu Joensen í úrslitum eftir oddalotu 21-12, 19-21 og 21-17 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Ari Nandy og Rúni Öster í úrslitum Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árna Arnarson TBR 21-12 og 21-7. Í tvíliðaleik táta unnu Adhya Nandi og Lena Maria Joensen frá Færeyjum í úrslitum Önnu Alexöndru Petersen og Söru Júlíusdóttur TBR 21-17 og 21-6. Í tvenndarleik unnu Ari Nandy og Lena Maria Joensen frá Færeyjum í úrslitum Rúni Öster og Adhya Nandi frá Færeyjum 21-9 og 22-20. Ari Nandy vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR í úrslitum Einar Sverrisson TBR eftir oddalotu 13-21, 21-13 og 21-16 í einliðaleik sveina. Andrea Nilsdóttir TBR vann í úrslitum Monu Rasmussdóttur frá Færeyjum 21-11 og 21-15 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR í úrslitum Guðgeir Inga Blandon og Þórð Skúlason 21-14 og 21-12. Í tvíliðaleik meyja unnu Mona Rasmussdóttir og Sissel Thomsen frá Færeyjum í úrslitum Andreu Nilsdóttur og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR 21-14 og 22-20. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR í úrslitum Einar Sverrisson og Þórunni Eylands TBR 21-15 og 21-16.

Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í úrslitum Atla Tómasson TBR 21-12 og 21-16 í einliðaleik drengja. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í úrslitum eftir oddalotu Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 10-21, 21-12 og 21-19 í úrlistaleik í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í úrslitum þá Andras Dánjalson frá Færeyjum og Elvar Má Sturlaugsson ÍA 21-11 og 21-15. Í tvíliðaleik telpna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR í úrslitum Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-19 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR í úrslitum þau Andras Dánjalson og Jónu Poulsen frá Færeyjum 21-3 og 21-8.

Í flokki U19 vann Daníel Jóhannsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR í úrslitum 21-15 og 21-16 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Sigríður Árnadóttir en í flokknum var spilað í riðli. Sigríður vann alla leiki sína. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum Daníel Jóhannesson og Pálma Guðfinnsson TBR eftir oddalotu 21-19, 19-21 og 21-9. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR í úrslitum Hörpu Hilmisdóttur og Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-14 og 21-17. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR í úrslitum þau Kristófer Darra Finnsson og Margréti Nilsdóttur TBR eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingameistaramóti TBR.

Skrifað 18. janúar, 2015
mg