KBK fer Ý umspil um hva­a li­ komast Ý a­ra deild

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, burstaði andstæðinga sína í síðustu umferð grunnspilsins 10-3 en liðið mætti Lillerød 2 um helgina.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Magnus Malfilatre og vann 21-8 og 21-18. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen og þeir unnu Magnus Malfilatre og Andreas Hoffmann 21-11 og 21-8.

KBK vann einnig annan tvenndarleik, annan einliðaleik kvenna, alla einliðaleiki karla, annan tvíliðaleik kvenna og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Lillerød 2.

Eftir þessa síðustu umferð grunnspilsins endaði KBK Kbh. í öðru sæti riðilsins í þriðju deild en í þriðju deild er spilað í fjórum riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deild.

KBK Kbh. fer því nú í umspil um hvaða lið komast í aðra deild en þar er keppt í tveimur riðlum. Frysta viðureignin er laugardaginn 31. janúar gegn SAIF Kbh.

Skrifa­ 14. jan˙ar, 2015
mg