Ragnar og Sara spilu­u bŠ­i me­ Taastrup Elite 2 Ý sÝ­asta leik li­sins Ý grunnspilinu

Taastrup Elite 2, lið Ragnars Harðarsonar í Sjálandsseríunni í Danmörku, keppti síðasta leik sinn í grunnspilinu gegn Hillerød 3 á laugardaginn og vann 10-3.

Ragnar lék tvær viðureignir fyrir lið sitt, þriðja einliðaleik og annan tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Lucas Grahn og vann 21-14 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék hann með Jonas Svennevig gegn Mikkel Simonsen og Christian Hellstrøn. Ragnar og Svennevig unnu 21-16 og 21-19.

Sara Högnadóttir lék einnig með Taastrup Elite 2 í þessari viðureign. Hún lék fyrsta einliðaleik kvenna gegn Amanda Shahin og vann 21-11 og 21-14. Þá lék Sara tvíliðaleik með Nadia Hall en þær kepptu við Amanda Shahin og Kamilla Lund Nielsen og unnu 21-15 og 21-18.

Liðsmenn Taastrup Elite 2 unnu einnig báða tvenndarleikina, alla einliðaleiki karla og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Hillerød 3.

Eftir þessa síðustu umferð endaði Taastrup Elite 2 í fjórða sæti riðilsins en Sjálandsserían er spiluð í tveimur riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Taastrup Elite 2 leikur næsta leik sinn gegn Solrød Strand 5 laugardaginn 31. janúar í umspili.

Skrifa­ 14. jan˙ar, 2015
mg