Unglingameistaramót TBR alþjóðlegt

Unglingameistaramót TBR 2008 er hluti af alþjóðlegu íþróttamóti sem haldið verður í Reykjavík um helgina, Reykjavík International. Auk badmintons er keppt í sundi, frjálsum íþóttum, dansi, hópfimleikum, skylmingum, listhlaupi, íshokkí og júdó. Það eru íþróttafélögin í Reykjavík og Íþróttabandalag Reykjavíkur sem hafa veg og vanda að skipulagningu þessa viðburðar. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um mótið og keppnisgreinar þess.

Mótið verður sett með “SUNDLAUGADISKÓTEKI” í innilauginni í Laugardal föstudagskvöldið 18.janúar kl. 20.30-22.30. Allir þátttakendur í badmintonmótinu eru velkomnir. Badmintonmótið fer fram í TBR-húsunum og hefst kl. 10 á laugardeginum. Áætlað er að keppni ljúki um kl.17 á laugardeginum en keppni heldur síðan áfram kl. 10 á sunnudegi og stendur til uþb 14. Lokahátíð mótsins verður kl. 20-23 á sunnudagskvöld í Laugardalshöllinni. Allir keppendur velkomnir (Aðgangsarmbönd að lokahátíðinni fást hjá mótsstjórn TBR).

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Unglingameistaramóts TBR.

Skrifað 16. janúar, 2008
ALS