Taastrup Elite fer Ý umspil um hva­a li­ falla Ý ■ri­ju deild

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Skovshoved 2 um helgina og tapaði 0-13.

Drífa lék annan tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Per Wedel Gerzymisch gegn Stefan Andersen og Julie Ryttow. Drífa og Gerzymisch töpuðu eftir oddalotu 18-21, 21-18 og 18-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M Hansen og þær töpuðu fyrir Sara Ortvang sem mun keppa á Iceland International 2015 og Julie Ryttov 14-21 og 10-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Skovshoved 2.

Eftir þessa sjöundu og síðustu umferð endaði Taastrup Elite í áttunda og neðsta sæti annars riðils annarrar deildar með engan leik unninn og aðeins eitt stig. Spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Þetta var síðasti leikur Taastrup Elite í grunnspilinu en liðið mun spila um hvort það falli í þriðju deild. Fyrsti leikur í umspilinu er laugardaginn 31. janúar gegn Iskast 2.

Skrifa­ 14. jan˙ar, 2015
mg