Úrslit Meistaramóts TBR

Sjöunda mót Dominosmótaraðar BSÍ, Meistaramót TBR 2015, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson en hann vann í úrslitum í einliðaleik karla 21-17 og 21-19. Kári Gunnarsson gaf undanúrslitaleik sinn gegn Kristófer vegna veikinda. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Margrét vann alla leikina sína sem voru fimm talsins. Tvíliðaleik karla unnu Daníel Thomsen og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Jónas Baldursson og Sigurð Sverri Gunnarsson TBR 21-16 og 21-10. Tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Tinna Helgadóttir en þær unnu Margrét Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur í úrslitum TBR 21-14 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR. Þau unnu í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 18-21, 21-18 og 21-18.

Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Orra Örn Árnason BH eftir hörkuspennandi oddalotu 21-18, 18-21 og 22-20. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í flokkum. Arna Karen vann alla fjóra leiki sína. Tvíliðaleik karla unnu Andrés Andrésson og Sigurjón Jóhannsson TBR líkt og í fyrra en þeir unnu í úrslitaleiknum Hans A. Hjartarson og Harald Guðmundsson TBR eftir oddalotu 13-21, 21-13 og 23-21. Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri unnu tvíliðaleik kvenna en þær unnu í úrslitum Guðríði Gísladóttur og Sigrúnu Einarsdóttur TBR 24-22 og 21-17. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri eftir sigur á Geir Svanbjörnssyni og Áslaugu Jónsdóttur TBR eftir oddalotu í úrslitaleiknum 14-21, 24-22 og 21-19.


Elvar Már Sturlaugsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann í úrslitum Guðjón Helga Auðunsson TBR 21-18 og 21-14. Þórunn Eylands TBR sigraði einliðaleik kvenna í B-flokki en hún vann í úrslitum Elínu Ósk Traustadóttur BH 21-13 og 21-10. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Daníel Ísak Steinarsson og Elís Þór Dansson TBR eftir oddalotu 21-23, 21-13 og 21-19. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA en þær unnu í úrslitum Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH eftir oddalotu 15-21, 21-19 og 22-20. Tvenndarleikinn unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR en þau unnu Sigurð Eðvarð Ólafsson og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH í úrslitum eftir oddalotu 17-21, 21-18 og 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti TBR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu TBR.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ er Reykjavíkurmót fullorðinna 14. - 15. mars 2015. Deildakeppni BSÍ fer fram helgina 13. - 15. febrúar.

Skrifað 5. janúar, 2015
mg