Meistaramót TBR verður um helgina

Meistaramót TBR verður haldið um helgina. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista BSÍ.

Keppendur verða 116 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA,Hamri, KR, TBR, Samherjum og UMF Skallagrími. Einn Dani tekur þátt í mótinu, Jeppe Ludvigsen, en hann keppir í meistaraflokki og mun einnig keppa á Iceland International mótinu í lok janúar.

Keppt verður í A-, B- og Meistaraflokki. Keppt verður í riðlum í einliðaleik og vinningshafar riðlanna spila síðan til úrslita í útsláttarkeppni. Keppt verður í útsláttarkeppni í tvíliðaleik og tvenndarleik í öllum flokkum.

Mótið verður haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog og hefst klukkan 10 á laugardaginn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 2. janúar, 2015
mg