Badmintonáriđ 2014

Badmintonárið 2014

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2014 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.

Janúar:

Sjötta mót Dominosmótaraðar BSÍ, Meistaramót TBR 2014, var í byrjun nýs árs. Í meistaraflokki stóð Íslandsmeistarinn og badmintonmaður ársins 2013, Kári Gunnarsson TBR, uppi sem sigurvegari í einliðaleik. Tvíliðaleikinn unnu Magnús Ingi Helgason og Einar Óskarsson TBR. Tvenndarleikinn unnu Magnús Ingi og Tinna Helgabörn. Einliðaleik kvenna sigraði Tinna Helgadóttir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR. Í A-flokki sigraði Snorri Tómason TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Andrés Andrésson og Sigurjón Jóhannsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Guðríður Gísladóttir og Sigrún Einarsdóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Róbert Ingi Huldarsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR sigraði einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og tvíliðaleik kvenna unnu mæðgurnar Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Margrét Dís vann því þrefalt á mótinu.

Badmintonsamband Íslands stóð fyrir þjálfaranámskeiðinu Badmintonþjálfari 1B í janúar. Námskeiðið fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, TBR húsinu og Íþróttahúsinu við Strandgötu. Kennari á námskeiðinu var Anna Lilja Sigurðardóttir. Notast er við Badmintonbókina, kennsluskrá fyrir badminton á Íslandi, eftir Kenneth Larsen á öllum grunnnámskeiðum Badmintonsambandsins. Að þessu sinni var farið í gegnum högg fyrir aldurshópinn U9 og U11. Einnig var fjallað um gulltímabil hreyfiþroskans ásamt því að nemendur fengu kynningu á badmintoníþróttaskóla og minitonkennslu. Sextán þjálfarar frá fimm félögum tóku þátt frá BH, ÍA, KA, Samerjum og TBV.

Swedish Masters mótið fór fram í janúar. Snjólaug Jóhannsdóttir tók þátt í mótinu en hún keppti í tvíliðaleik ásamt Amanda Andrén frá Svíþjóð. Þær kepptu í forkeppninni og fengu leik sinn í fyrstu umferð gegn Cecilia Bjuner frá Svíþjóð og Hidayat Uzchi Ananda frá Indónesíu gefinn. Í annarri umferð mættu þær Stacey Guerin og Delphine Lansac frá Frakklandi og töpuðu 21-16 og 21-13. Með því lauk þátttöku Snjólaugar í mótinu.

Unglingameistaramót TBR var haldið í janúar að vanda og mótið var hluti af Reykjavík International Games 2014. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 56 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Keppt var í flokki U11 en sá aldurshópur er ekki á styrkleikalista Badmintonsambandsins. Þar var keppt í tveimur riðlum. Sigurvegarar í þeim voru Marjus E. Nielsen frá Færeyjum og Guðmundur Hermann Lárusson TBR. Í kvennaflokki U11 vann Adhya Nandi frá Færeyjum. Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik hnokka. Mona Rasmunsdóttir frá Færeyjum vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Ari Miné Jacobsen og Óli Eyðsteinsson og í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Ari Miné Jacobsen og Mona Rasmusdóttir frá Færeyjum. Í flokki U15 vann Dann Fróðason frá Færeyjum í einliðaleik sveina. Gunnva K. Jacobsen frá Færeyjum vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Færeyingarnir Andrass Dánjalsson og Dann Fróðason og í tvíliðaleik meyja unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik unnu Dann Fróðason og Gunnva K. Jacobsen frá Færeyjum. Í flokki U17 vann Vignir Haraldsson TBR í einliðaleik drengja. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kolbeinn Brynjarsson og Pálmi Guðfinnsson TBR og í tvíliðaleik telpna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson og í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR.
Peter Gade, einn fremsti badmintonspilari heims, var einn fyrirlesara á RIG ráðstefnunni í janúar en hann kom hingað til lands á vegum BSÍ. Fyrirlestur hans var í spurningaformi en þar var fjallað um hvernig er að vera afreksmaður, hvað þarf að gera til að ná langt og halda sér á toppnum. Gade var einnig með æfingu fyrir U19 og U17 ára landsliðshópa. Æfingin var opin öllum sem vildu fylgjast með. Þá var Gade einnig með fræðslu fyrir þjálfara og sú æfing var opin öllum badmintonþjálfurum.

Alþjóðlega mótið Iceland International var haldið í TBR húsunum í janúar. Mótið, sem var í fyrsta sinn hluti af Reykjavík International Gamesog er hluti af mótaröð Badminton Europe, hófst með forkeppni í einliðaleik karla en átta leikmenn unnu sér inn keppnisrétt í aðalkeppninni. Allir íslensku keppendurnir tóku þátt í forkeppninni nema Kári Gunnarsson sem fór beint inn í aðalkeppnina. Bestu badmintonspilarar landsins tóku þátt í mótinu, sem er haldið í 17. skipti. Þátttakendur voru frá 21 þjóðlandi. Erlendir keppendur voru 72 talsins auk 38 íslenskra keppanda og er það metþátttaka erlendra keppenda í mótinu til þessa. Alls voru spilaðir 135 leikir á meðan mótið stóð yfir, frá fimmtudegi til sunnudags. Mótið var mjög vel heppnað en um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins.

Febrúar

Reykjavíkurmót fullorðinna var haldið í febrúar. Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna varð Margrét Jóhannsdóttir Reykjavíkurmeistari. Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR voru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla og Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir TBR í tvíliðaleik kvenna. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik urðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir urðu því tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Í A-flokki sigraði Aksel Poulsen Færeyjum í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann einnig Færeyingur, Sigrun Smith. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki urðu Andrés Andrésson og Sigurjón Jóhannsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Guri Poulsen og Sigrun Smith frá Færeyjum. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki urðu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Róbert Ingi Huldarsson BH er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki og í einliðaleik kvenna varð Margrét Dís Stefánsdóttir TBR Reykjavíkurmeistari. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki urðu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og í tvíliðaleik kvenna Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki urðu svo Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Margrét Dís Stefánsdóttir varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari og Andri Árnason tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.

Vináttulandsleikur milli Íslands og Færeyja fór fram í TBR húsunum í febrúar. Ísland vann leikinn 3-1 en Færeyjar gáfu síðustu viðureignina, tvíliðaleik kvenna. A-landsliðið var farið til Basel í Sviss til að taka þátt í Evrópukeppni kvenna- og karlalandsliða og því tefldi Ísland fram B-liði sínu. Eiður Ísak Broddason vann einliðaleik karla, Sigríður Árnadóttir vann einliðaleik kvenna, Kristófer Darri Finnsson og Harpa Hilmisdóttir unnu tvenndarleikinn en Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson töpuðu tvíliðaleik karla. Allir leikirnir kláruðust í tveimur lotum.

A-landslið Íslands tók þátt í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða í Basel í Sviss sem fór fram dagana 11. - 16. febrúar. Karlalandsliðið skipuðu Atli Jóhannesson TBR, Daníel Thomsen TBR, Kári Gunnarsson TBR, Jónas Baldursson TBR og Róbert Þór Henn TBR. Kvennalandsliðið skipuðu Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Tinna Helgadóttir TBR. Í karlalandsliðskeppninni tóku 26 þjóðir þátt. Dregið var í sex riðla þar sem ein þjóð fékk röðun í hvern riðil. Íslenska karlalandsliðið lenti í þriðja riðli með Englandi sem vann Ísland 5-0 og er raðað númer þrjú, Skotlandi sem vann Ísland 5-0 og Belgíu sem vann Ísland 4-1. Í kvennalandsliðskeppninni tók 21 þjóð þátt. Dregið var í fimm riðla þar sem ein þjóð fékk röðun í hvern riðil. Íslenska kvennalandsliðið dróst í annan riðil ásamt Þýskalandi sem vann Ísland 5-0 og er raðað númer tvö og er núverandi Evrópumeistari, Spáni sem vann Ísland 3-2 og Lettlandi sem Ísland vann 4-1.

Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Magnús Daði Eyjólfsson KR í einliðaleik hnokka. Lív Karlsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA og í tvíliðaleik hnáta unnu Katrín Vala Einarsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Í tvenndarleik unnu Andri Broddason og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í flokki U15 vann Eysteinn Högnason TBR í einliðaleik sveina. Þórunn Eylands TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Daníel Ísak Steinarsson og Þórður Skúlason BH og í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson BH og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik drengja. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Kolbeinn Brynjarsson og Pálmi Guðfinnsson TBR og í tvíliðaleik telpna unnu Lína Dóra Hannesdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR og í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR.

Deildakeppni BSÍ fór fram dagana 21. - 23. febrúar. Mótið er Íslandsmót liða í badminton þar sem keppt er í þremur deildum: Meistaradeild, A-deild og B-deild. Alls skráðu 18 lið skráð sig til keppni í Deildakeppnina 2014 frá sex félögum. TBR Öllarar urðu Íslandsmeistarar félagsliða í meistaradeild í badminton. Með sigrinum vann TBR sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða sem haldin var í júní. TBR Öllara skipuðu Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adolfsson, Helgi Jóhannesson, Indriði Björnsson, Ingólfur Ingólfsson, Njörður Ludvigsson, Sævar Ström, Vignir Sigurðsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Elsa Nielsen, Sara Jónsdóttir, Tinna Helgadóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir. TBR Svanirnir urðu í öðru sæti, BH/ÍA Landsbyggðin í þriðja sæti, TBR Topparnir í fjórða sæti og TBR Sigurrós í fimmta og síðasta sæti. Í A-deild urðu TBR Ofurhetjurnar í fyrsta sæti og þar með Íslandsmeistarar í A-deild. TBR Geitungar urðu í öðru sæti, BH Ungir í því þriðja og í fjórða sæti TBR Sigur. Í fimmta til sjötta sæti urðu ÍA/UMFS og BH Keppnis. Í sjunda sæti urðu TBR Púkar og í áttunda TBR Jaxlar-A. TBR Hákarlar Vinir Aftureldingar eru Íslandsmeistarar liða í B-deild. Í öðru sæti urðu BH Naglar, í þriðja sæti TBR Jaxlar-B, BH Sólveig og dvergarnir sjö í fjórða sæti og KR í fimmta sæti.

Mars

Setmót KR var í byrjun mars. Í meistaraflokki stóð Jónas Baldursson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik. Einliðaleik kvenna sigraði Sara Högnadóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR og tvíliðaleik kvenna sigruðu Elsa Nielsen TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Tvenndarleikinn sigruðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Snorri Tómasson TBR í einliðaleik karla. Ekki var keppt í einliðaleik nú tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvíliðaleik karla sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Tvenndarleikinn unnu Snorri Tómasson og Jóna Kristín Hjartardóttur TBR. Róbert Ingi Huldarsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Aldís Ingadóttir KR vann einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA og Elín Ósk Traustadóttir BH. Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA unnu tvenndarleikinn.

Íslandsmót unglinga var haldið í TBR þetta árið dagana 8. - 9. mars. Alls voru 173 leikmenn skráðir til leiks frá 11 félögum. Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en það voru þau Andrea Nilsdóttir TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir. Lið KR var valið prúðasta lið mótsins. Íslandsmeistarar árið 2014 urðu: U11 Einliðaleikur: Jón Hrafn Barkarson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. U13 Einliðaleikur: Andri Snær Axelsson ÍA og Andrea Nilsdóttir TBR. U13 Tvíliðaleikur: Andri Snær Axelsson / Davíð Örn Harðarson ÍA og Andrea Nilsdóttir / Erna Katrín Pétursdóttir TBR. U13 Tvenndarleikur: Brynjar Már Ellertsson / Ingibjörg Rósa Jónsdóttir ÍA / UMFS. U15 Einliðaleikur: Jóhannes Orri Ólafsson KR og Þórunn Eylands TBR. U15 Tvíliðaleikur: Bjarni Þór Sverrisson / Eysteinn Högnason TBR og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir / Þórunn Eylands ÍA / TBR. U15 Tvenndarleikur: Daníel Ísak Steinarsson / Andrea Nilsdóttir BH / TBR. U17 Einliðaleikur: Kristófer Darri Finnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS. U17 Tvíliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson / Kristófer Darri Finnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir / Lína Dóra Hannesdóttir UMFS / TBR. U17 Tvenndarleikur: Kristófer Darri Finnsson / Margrét Nilsdóttir TBR. U19 Einliðaleikur: Daníel Jóhannesson TBR og Margrét JóhannsdóttirTBR. U19 Tvíliðaleikur: Daníel Jóhannesson / Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir / Sara Högnadóttir TBR. U19 Tvenndarleikur: Sigurður Sverrir Gunnarsson / Margrét Jóhannsdóttir TBR.

Evrópukeppni U17 landsliða fór fram í Ankara í Tyrklandi í mars. Landslið U17 skipuðu Davíð Bjarni Björnsson TBR, Davíð Phuong TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir, Arna Karen Jóhannsdóttir, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Nilsdóttir TBR. Evrópukeppnin var bæði liðakeppni og einstaklingskeppni og hófst á liðakeppninni. Alls tók 31 land þátt og 297 keppendur. Keppt var í sjö riðlum þar sem ein þjóð fær röðun í hverjum riðli. Ísland var í sjöunda riðli með Slóvakíu sem Ísland vann 5-0, Slóveníu sem vann Ísland 5-0, Ungverjalandi sem vann Ísland 4-1 og Kýpur sem vann Ísland 3-2. Bestum árangri í einstaklingskeppninni náðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson en þeir komust í átta liða úrslit í tvíliðaleik. Þeir töpuðu þar fyrir pari sem var raðað númer þrjú inn í keppnina og urðu Evrópumeistarar. Flottur árangur það hjá strákunum okkar.

Tvíliða- og tvenndarleikshluti Óskarsmóts KR var í mars. Í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR í tvíliðaleik karla og í tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Elsa Nielsen TBR. Tvennarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Þorkell Ingi Eriksson og Vignir Haraldsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Lína Dóra Hannesdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Þorkell Ingi Eriksson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla í B-flokki unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH. Tvenndarleikinn unnu Róbert Ingi Huldarsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Unglingameistaramót KR var haldið í KR heimilinu við Frostaskjól í mars en mótið var einliðaleiksmót. Keppt var í flokkum U11 - U17. Í flokki U11 vann Steinþór Emil Svavarsson BH í snáðaflokki og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH vann í snótuflokki. Í flokki U13 vann Magnús Daði Eyjólfsson KR og Karolina Prus KR. Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson BH. Ekki var keppt í meyjuflokki. Í flokki U17 vann Róbert Ingi Huldarsson BH og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH.

Í mars fór fram þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1C fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og TBR húsunum. Á námskeiðinu var farið í gegnum sex tækniatriði í verklega hlutanum og meðal annars fjallað um leikfræði og badmintonsiði og venjur í bóklega hlutanum. Einnig tóku þjálfararnir bóklegt og verklegt próf sem allir stóðust og útskrifuðust þar með af fyrsta stigi þjálfaramenntunar Badmintonsambandsins. Þau sem luku námskeiðinu voru: Sigurður Ólafsson, BH, Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH, Hallgrímur Þórðarson, TBV, Helgi Grétar Gunnarsson, ÍA, Róbert Ingi Huldarsson, BH, Garðar Hrafn Benediktsson, BH, Halldór Axel Axelsson, ÍA, Kristín Sif Þórarinsdóttir, BH, Eyrún Björg Guðjónsdóttir, BH, Elín Ósk Traustadóttir, BH, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir, BH.

U19 landsliðið tók þátt í Italian Junior International mótinu í mars. U19 landsliðið skipuðu Daníel Jóhannesson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Helgi Grétar Gunnarsson ÍA, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

Apríl

Í apríl fór Meistaramót Íslands fram Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Til keppni voru skráðir tæplega 150 leikmenn frá sjö félögum víðsvegar af landinu. Íslandsmeistarar í meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Tinna Helgadóttir TBR. Í tvíliðaleik Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR annars vegar og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR hins vegar. Í tvenndarleik Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR. Tinna varð því þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistarar í A-flokki urðu: Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS í einliðaleik. Í tvíliðaleik: Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström TBR og Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Í tvenndarleik Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í B-flokki: Róbert Ingi Huldarsson BH og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR í einliðaleik. Í tvíliðaleik: Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA annars vegar og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu hins vegar. Í tvenndarleik: Róbert Ingi Huldarsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Íslandsmeistarar í Æðstaflokki (50+): Reynir Guðmundsson KR í einliðaleik og í tvíliðaleik Óskar Bragason og Reynir Guðmundsson KR. Í tvenndarleik: Egill Þór Magnússon Aftureldingu og María Thors TBR. Íslandsmeistarar í Heiðursflokki (60+): Gunnar Bollason í einliðaleik og í tvíliðaleik Kjartan Nielsen og Óskar Óskarsson TBR.

Fært var á milli flokka í lok apríl. Í A-flokk færðust: Margrét Dís Stefánsdóttir TBR, Andri Árnason TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Kári Georgsson Aftureldingu, Róbert Ingi Huldarsson BH og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Í meistaraflokk færðust: Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Davíð Bjarni Björnsson TBR.

Ársþing Badmintonsambands Íslands fór fram í lok apríl í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið fór í alla staði vel fram og var því stýrt vel og örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá átta héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið. Brynja Kolbrún Pétursdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Laufey Jóhannsdóttir og María Skaftadóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa en voru Valgeir Magnússon og Þórhallur Einisson sitja áfram í stjórn stað auk Kristjáns Daníelssonar formanns. Nýir í stjórn voru kosnir til tveggja ára Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir og Vignir Sigurðsson. Stjórn Badmintonsambands Íslands 2014-2016 skipa því eftirfarandi einstaklingar: Kristján Daníelsson, formaður, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Valgeir Magnússon, Vignir Sigurðsson og Þórhallur Einisson. Kristján Daníelsson formaður stjórnar BSÍ veitti þeim leikmönnum sem hlutu flest stig á stjörnumótaröð BSÍ veturinn 2012-2013 verðlaun á þinginu. Í A-flokki kvenna sigraði Alda Karen Jónsdóttir TBR og í öðru sæti var Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Í A-flokki karla sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í öðru sæti var Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR. Rakel Jóhannesdóttir TBR, sigraði í Meistaraflokki kvenna en í öðru sæti var Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Í meistaraflokki karla sigraði Atli Jóhannesson TBR en í öðru sæti var Bjarki Stefánsson TBR. Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Dominos veitti verðlaun stigahæstu leikmönnum í Dominosdeildinni í Meistaraflokki á tímabilinu 2013-2014. Verðlaunin hlutu: Í einliðaleik kvenna Margrét Jóhannsdóttir TBR, í einliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR, í tvíliðaleik kvenna Elín Þóra Elíasdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla Daníel Thomsen TBR og Bjarki Stefánsson TBR og í tvenndarleik Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen. Tekin voru fyrir erindi frá BH sem bárust fyrir þingið. Samþykkt var að stofna aganefnd BSÍ og var stjórn falið að semja agareglur. Samþykkt var að bjóða skuli upp á tvíliðaleik í flokki U11, þar sem keppt er óháð kyni, í þeim mótum sem bjóða upp á keppni í flokki U11. Samþykkt var að koma á koppinn Íslandsmóti unglingaliða og var stjórn BSÍ falið að móta reglur.

Maí

Tinna Helgadóttir og Camilla Sorensen frá Danmörku kepptu í annarri umferð á Alþjóðlega slóvenska mótinu í maí en þær sátu hjá í fyrstu umferð. Þær mættu parinu sem fékk fyrstu röðun í tvíliðaleik kvenna, Gabriela Stoeva og Stefani Stoeva frá Búlgaríu. Tinna og Sorensen töpuðu eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 12-21 og luku þar með keppni í mótinu.

Júní

TBR tók þátt í í Evrópukeppni félagsliða í júní. Liðið náði þeim árangri að komast í átta liða úrslit í keppninni sem má teljast glæslilegur árangur.

Badmintonsamband Íslands réði til starfa tvo landsliðsþjálfara sem tóku strax til starfa við þjálfun landsliða í badminton. Frímann Ari Ferdinandsson mun sjá um þjálfun A-landsliðsins og Helgi Jóhannesson mun sjá um þjálfun unglingalandsliðanna. Frímann Ari Ferdinandsson er íþróttafræðingur að mennt og hefur lokið ýmsum þjálfaranámskeiðum í badminton. Hann hefur komið að þjálfun í badminton síðan 1990 og m.a. verið unglingalandsliðsþjálfari og aðstoðarlandsliðsþjálfari. Þá hefur hann sinnt fræðslumálum fyrir BSÍ um árabil. Helgi Jóhannesson hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í einliðaleik, 10 sinnum í tvíliðaleik og tvisvar í tvenndarleik. Hann hefur tekið námskeið í þjálfun í badminton og sækir nú námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár.

Júlí

Sumarskóli Badminton Europe fór að þessu sinni fram í Danmörku. Sex þátttakendur fóru frá Íslandi, Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Helgi Jóhannesson, nýráðinn unglingalandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins fór á þjálfaranámskeið sem haldið var um leið og skólinn fór fram ásamt Árna Haraldssyni sem jafnframt var fararstjóri íslenska hópsins. "Women in badminton" var með fyrirlestur í skólanum um mismunandi þjálfun kynjanna, sálfræði, þjálun barna og fleira. Alls tóku 54 leikmenn þátt í skólanum, 24 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og sjö starfsmenn starfa við skólann.

Ágúst

Nordic Camp æfingabúðirnar fóru fram í Finnlandi í ágúst. Fyrir hönd Íslands tóku þátt Atli Geir Alfreðsson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Eysteinn Högnason TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands.Sigurður Blöndal þjálfari Hamars fór á þjálfaranámskeið sem var haldið meðfram búðunum og Anna Margrét Jóhannesdóttir fór sem fararstjóri.

North Atlantic æfingabúðirnar, fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17, voru í ágúst í Þórshöfn í Færeyjum. Íslensku þátttakendurnir voru Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Gústav Nilsson TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Katrín Eva Einarsdóttir ÍA og Margrét Nilsdóttir TBR. Meðfram æfingabúðunum var þjálfaranámskeið sem Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR sátu ásamt þjálfurum frá Færeyjum og Grænlandi. Yfirþjálfari búðanna var James Barclay frá Englandi.

September

Fyrsta mót Dominos mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var í september. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik. Atli Jóhannesson TBR bar sigur úr bítum í karlaflokki og Sigríður Árnadóttir TBR í kvennaflokki.

Annað mót Dominos mótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var einnig í september. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum nema tvenndarleik í B-flokki. Í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Róbert Þór Henn TBR í tvíliðaleik karla og í tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR í tvíliðaleik karla og í tvíliðaleik kvenna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttur TBR. Í tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Í B-flokki karla var keppt í riðli. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Mahn Duc Pahn TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH.

Í september stóð Badmintonsambandið fyrir opnum afreksfundi fyrir iðkendur og foreldra. Á fundinum var fjallað vítt og breitt um afreksmál einstaklinga í badminton.

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR í september. Fjórir keppendur, Jón Hrafn Barkarson TBR (U13), Margrét Dís Stefánsdóttir TBR (U17), Sigríður Árnadóttir TBR (U19) og Daníel Jóhannesson TBR (U19), unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik. Sjö einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Sara Júlíusdóttir TBR (U13) í tvíliða- og tvenndarleik, Andrea Nilsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvenndarleik og Andri Árnason TBR (U17) í tvíliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Katrín Vala Einarsdóttir BH (U13), Andri Snær Axelsson ÍA (U15) og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum (U17). Í tvíliðaleik: Gústav Nilsson TBR (U13), Anna Alexandra Petersen TBR (U13), Bjarni Þór Sverrisson TBR (U15), Eysteinn Högnason TBR (U15), Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA (U15), Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS (U15), Steinar Bragi Gunnarsson ÍA (U17), Þórunn Eylands TBR (U17), Pálmi Guðfinnsson TBR (U19) og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR (U19). Í tvenndarleik: Daníel Ísak Steinarsson TBR (U15).

Í september varð Ómar Karvel Guðmundsson frá Suðureyri fyrsti Íslendingurinn til að keppa í badminton á Evrópuleikum Special Olympics. Leikarnir fóru fram í Belgíu og hlaut Ómar Karvel fjórða sætið. Hann hefur verið valinn ásamt systur sinni til keppni í "unified" badminton en þar keppa fatlaðir með ófötluðum. Þeir leikar eru alþjóðaleikar SO í Los Angeles í Bandaríkjunum og fara fram árið 2015.

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var í september. Í meistaraflokki vann Egill G. Guðlaugsson ÍA í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR. Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR og í tvíliðaleik kvenna Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Þorkell Ingi Eriksson TBR í einliðaleik karla. Ekki var keppt í einliðaleik né í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Í tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Ármann Steinar Gunnarsson BH og Helgi Grétar Gunnarsson ÍA. Í tvenndarleik sigruðu Helgi Grétar Gunnarsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Sigurður Eðvarð Ólafsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Í einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Skagastelpurnar Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir. Í tvenndarleik unnu Arnór Tumi Finnsson UMFS og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA.

Október

Unglingamót TB-KA var haldið í október.Í flokki U11 vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH í flokki snáða og María Rún Ellertsdóttir ÍA í flokki snóta. Keppt var í tvíliðaleik óháð kyni en þar unnu Heiðmar Örn Sigmarsson og Sindri Sigurðarson Samherjum. Í flokki U13 vann Baldur Einarsson TBR í einliðaleik hnokka og Sara Júlíusdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Baldur Einarsson og Guðmundur Hermann Lárusson TBR unnu tvíliðaleik hnokka og tvíliðaleik táta unnu Anna Alexandra Petersen og Sara Júlíusdóttir TBR. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Baldur Einarsson og Sara Júlíusdóttir TBR. Baldur og Sara unnu því bæði þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR í einliðaleik sveina og í einliðaleik meyja vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik sveina unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA og tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Andrea Nilsdóttir vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í einliðaleik drengja. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og í tvíliðaleik telpna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Margrét Dís Stefánsdóttir vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U19 vann Pálmi Guðfinnsson TBR í einliðaleik pilta. Einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og í tvíliðaleik stúlkna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR.

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var í október. Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR kom frá Danmörku til að taka þátt í mótinu. Hann kom, sá og sigraði því hann sigraði báðar greinarnar sem hann tók þátt í, einliðaleik og tvíliðaleik karla ásamt Atla Jóhannessyni TBR. Einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Egill Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Atli Tómasson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Þórunn Eylands TBR vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR og í tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Tvenndarleikinn unnu Egill Þór Magnússon og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

Vetrarmót TBR var haldið í október. Sigurvegarar Vetrarmótsins voru í flokki U13 Gústav Nilsson TBR í einliðaleik hnokka og Katrín Vala Einarsdóttir BH í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarson TBR og í tvílitaleik táka unnu Anna Alexandra Petersen og Sara Júlíusdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Gústav Nilsson og Lív Karlsdóttir TBR. Gústav vann þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik sveina og Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR. Í flokki U17 vann Haukur Gylfi Gíslason Samherjum í einliðaleik drengja. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og í tvíliðaleik telpna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta. Harpa Hilmisdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og í tvíliðaleik stúlkna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR.

Alþjóðlega ungverska mótið fór fram í október. Margrét Jóhannsdóttir tók þátt í mótinu en þurfti að gefa einliðaleik sinn gegn Sara Ortvang frá Danmörku þar sem hún er að glíma við smávægileg meiðsli. Margrét gaf því leikinn í stöðunni 11-4 í fyrri lotunni.

Undirritaður var í október áframhaldandi samstarfssamningur milli Dominos og Badmintonsambandsins. Dominos verður áfram aðalstyrktaraðili Badmintonsambands Íslands næsta árið og munu báðar mótaraðir BSÍ, fullorðins- og unglingamótaraðirnar, bera nafn Dominos. Nýir landsliðsbúningar badmintonfólks munu skarta merki Dominos á næsta keppnistímabili og landsliðið keppti í nýjum búningum í forkeppni EM landsliða sem fór fram í nóvember.

Nóvember

Í fyrsta skipti var haldin forkeppni fyrir Evrópukeppni landslða en forkeppnin var haldin í sjö löndum víðs vegar um Evrópu, einn riðill í hverju landi. Riðill fimm var spilaður hérlendis í TBR dagana 7. - 9. nóvember. Aðalkeppnin fer fram í Belgíu 11. - 15. febrúar 2015. Ísland lenti í riðli með Króatíu sem vann Ísland 4-1, Spáni sem vann Ísland 4-1 og Tyrklandi sem Ísland vann 3-2. Spánn vann alla leiki sína og komst með því áfram í aðalkeppnina. Landslið Íslands skipuðu Atli Jóhannesson TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Daníel Thomsen TBR, Egill G. Guðlaugsson ÍA, Kári Gunnarsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Elín Þóra Elíasdóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Badmintonsambandið þakkar öllum þeim sem komu að því að gera keppnina um helgina eins vel heppnaða og raun bar vitni kærlega fyrir sitt framlag. Umgjörðin í TBR húsinu var glæsileg og sýnt frá öllum leikjum í beinni útsendingu á SportTV og RÚV.

Meistaramót BH var haldið í nóvember. Sigurvegarar mótsins voru: Í meistaraflokki unnu einliðaleikinn Atli Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR og tvíliðaleik kvenna sigruðu Sigríður Árnadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Davíð Phuong TBR í einliðaleik karla. Í Einliðaleik kvenna vann Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Tvíliðaleik karla sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Atli Tómasson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og Andrea Nilsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Tvenndarleikinn unnu Sigurður Eðvarð Ólafsson og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH6.

Unglingamót Aftureldingar var haldið í nóvember. Sigurvegarar mótsins voru eftirtaldir: flokki U13 sigraði Baldur Einarsson TBR í einliðaleik hnokka. Karolina Prus KR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Baldur Einarsson og Guðmundur Hermann Lárusson TBR og tvíliðaleik táta unnu Anna Alexandra Petersen og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Gústav Nilsson og Lív Karlsdóttir TBR. Í flokki U15 vann Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik sveina. Þórunn Eylands TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson TBR og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í einliðaleik drengja. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og í tvíliðaleik telpna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta. Sigríður Árnadóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Pálmi Guðfinnsson TBR og í tvíliðaleik stúlkna unnu Harpa Hilmisdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR.
Setmót KR var haldið í nóvember. Sigurvegarar voru: Í meistaraflokki vann Egill Guðlaugsson ÍA einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvíliðaleik karla Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Sigríður Árnadóttir TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki. Í A-flokki var keppt í einliðaleik karla og tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn vann Davíð Phuong TBR. Tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Ármann Steinar Gunnarsson BH og Helgi Grétar Gunnarsson ÍA. Kolbeinn Brynjarsson TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Tvenndarleikinn unnu Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA.

Desember

Dregið var í happdrætti Badmintonsambands Íslands í desember. Vinningar voru 30 talsins. Hægt er að nálgast vinningsnúmerin á heimasíðu sambandsins. BSÍ þakkar öllum þeim sem seldu miða fyrir sambandið og þeim sem keyptu miða kærlega fyrir stuðninginn.

Jólamót TBR var haldið í desember. Mótið er einlðaleiksmót og sigurvegarar voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR í úrslitum Gústav Nilsson TBR 21-8 og 21-8 í flokki hnokka. Emelía Petersen Norberg TBR vann Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR í úrslitum í flokki táta 21-41 og 21-10. Í flokki U15 vann Viktor Petersen Norberg Andra Snæ Axelsson ÍA í úrslitum 21-9 og 21-10 í flokki sveina. Andrea Nilsdóttir TBR sigraði Þórunni Eylands TBR í úrslitumí flokki meyja 21-15 og 21-19. Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA Atla Tómasson TBR í úrslitum 21-8 og 21-16 í flokki drengja. Ekki var keppt í flokki telpna. Í flokki U19 sigraði Pálmi Guðfinnsson TBR í úrslitum Daníel Jóhannesson TBR 21-10 og 21-19 í flokki pilta. Alda Karen Jónsdóttir TBR vann í flokki stúlkna en keppt var í riðli í flokknum. Arna Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti.

Æfingabúðir og landsliðsæfingar voru þónokkrar á árinu og eftir að ráðnir voru inn landsliðsþjálfarar var aftur teknar upp unglingalandsliðsæfingar með reglulegu millibili. Æfingabúðir voru haldnar fyrir A-landslið, U19 og U17 á milli jóla og nýárs. Búðirnar voru bæði í formi fyrirlestra auk æfinga á badmintonvellinum.

Á haustönninni spiluðu sex íslenskir badmintonspilarar í Danmörku. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. sem spilar í þriðju deild og er nú í öðru sæti riðilisins en spilað er í fjórum riðlum í deildinni. Tinna Helgadóttir spilaði með Værløse 3 sem er nú í fjórða sæti annars riðils annarrar deildar og Magnús Ingi Helgason spilar með Brøndby Strand sem spilar í Danmerkurseríunni er nú í fjórða sæti riðilsins sem liðið spilar í. Drífa Harðardóttir spilar í annarri deild líkt og Tinna. Lið hennar, Taastrup Elite er í áttunda sæti riðilsins. Ragnar Harðarson Spilar með Taastrup Elite 2 sem er í öðru sæti Sjálandsseríunnar. Margrét Jóhannsdóttir spilar með Aabenraa sem er í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni. Hægt er að fylgjast með gengi Íslendinganna sem spila erlendis á heimasíðu Badmintonsambandsins, www.badminton.is.

Auk ofangreindra viðburða á árinu 2014 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ.
Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonfólk um allt land. Ljóst er að árið mun einkennast af aðhaldi í rekstri eins og undanfarin ár en reynt verður eftir fremsta megni að halda hefðbundnum viðburðum sambandsins í föstum skorðum.

Stjórn og starfsfólk Badmintonsambandsins sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem nú er senn á enda.

Skrifað 31. desember 2014.

Skrifađ 31. desember, 2014
mg