Úrslit Jólamóts unglinga

Jólamót unglinga var haldið um á laugardaginn. Keppt var í einliðaleik í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR í úrslitum Gústav Nilsson TBR 21-8 og 21-8 í flokki hnokka. Emelía Petersen Norberg TBR vann Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR í úrslitum í flokki táta 21-41 og 21-10.

Í flokki U15 vann Viktor Petersen Norberg Andra Snæ Axelsson ÍA í úrslitum 21-9 og 21-10 í flokki sveina. Andrea Nilsdóttir TBR sigraði Þórunni Eylands TBR í úrslitumí flokki meyja 21-15 og 21-19.

Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA Atla Tómasson TBR í úrslitum 21-8 og 21-16 í flokki drengja. Ekki var keppt í flokki telpna.

Í flokki U19 sigraði Pálmi Guðfinnsson TBR í úrslitum Daníel Jóhannesson TBR 21-10 og 21-19 í flokki pilta. Alda Karen Jónsdóttir TBR vann í flokki stúlkna en keppt var í riðli í flokknum. Arna Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Jólamóti unglinga.

 

Skrifađ 22. desember, 2014
mg