VŠrl°se 3 vann leik sinn um helgina gegn Drive Kbh.

Værløse 3, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Drive Kbh. um helgina og vann 8-5.

Tinna lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Mikkel Møller Rasmissen og Katrine Kristensen. Tinna og Paulsen unnu 23-21og 21-19. Tvíliðaleikinn lék hún með Mai Surrow og þær unnu Katrine Kristensen og Ida Holte Thorius eftir oddalotu 16-21, 21-17 og 21-14.

Liðsmenn Værløse 3 unnu einnig annan tvenndarleikinn, fyrri einliðaleik kvenna, annan einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Værløse 3 og Drive Kbh.

Eftir þessa sjöttu umferð er Værløse 3 áfram í fjórða sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Þetta var síðasti leikur Værløse 3 á árinu en næsta viðureign er laugardaginn 10. janúar gegn Holte.

Skrifa­ 8. desember, 2014
mg