KBK vann leik sinn gegn Holte 2 um helgina

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, burstaði andstæðinga sína í sjöttu umferð deildinnar 11-2 en liðið mætti Holte 2 um helgina.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Lars Boesen og vann 21-14 og 21-4. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen og þeir töpuðu leik sínum fyrir Martin Heissel og Morten Larsen eftir oddalotu 23-21, 19-21 og 18-21.

KBK vann einnig báða tvenndarleikina, báða einliðaleiki kvenna, alla einliðaleiki karla, báða tvíliðaleiki kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Holte.

Eftir þessa sjöttu umferð er KBK Kbh. áfram í öðru sæti riðilsins í þriðju deild en í þriðju deild er spilað í fjórum riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deild.

Þetta var síðati leikur KBK Kbh. á árinu en næsta viðureign er laugardaginn 10. janúar gegn Lillerød 2.

Skrifađ 8. desember, 2014
mg