Aabenraa sigrađi örugglega

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Dybbøl um helgina og burstaði leikinn 12-1.

Margrét lék fyrsta einliðaleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna með liði sínu í þessari viðureign. Einliðaleikinn lék hún gegn Pernille Paulsen Lausten og vann örugglega 21-10 og 21-5. Tvíliðaleikinn lék hún með Amalie A. Frihagen gegn Tine Lausten og Pernille Paulsen Lausten. Margrét og Frihagen unnu 21-19 og 21-11.

Liðsmenn Aabenraa unnu einnig fyrri tvenndarleikinn, annan einliðaleik kvenna, alla fjóra einliðaleiki karla, annan tvíliðaleik kvenna og alla þrjá tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Dybbøl.

Eftir þessa sjöttu umferð er Aabenraa í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Þetta var síðasti leikur Aabenraa á árinu en næsta viðureign Aabenraa er laugardaginn 10. janúar gegn Viby J. 4.

Skrifađ 8. desember, 2014
mg