Úrslit SETmóts KR

SETmót KR var í gær, sunnudag. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki vann Egill Guðlaugsson ÍA einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Kristófer Darra Finnsson TBR 21-5 og 21-14. Í tvíliðaleik karla Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Egil Guðlaugsson ÍA og Pálma Guðfinnsson TBR 21-19 og 21-14. Einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Sigríður Árnadóttir TBR en þau unnu í úrslitum Egil Guðlaugsson og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR 22-20 og 21-16. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki.

Í A-flokki var keppt í einliðaleik karla og tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn vann Davíð Phuong TBR sem vann Róbert Inga Huldarsson BH í írslitum eftir oddalotu 12-21, 21-15 og 21-11. Tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Ármann Steinar Gunnarsson BH og Helgi Grétar Gunnarsson ÍA en í greininni var keppt í riðli.

Kolbeinn Brynjarsson TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki eftir að hafa sigrað Atla Tómasson TBR í úrslitum sem endaði í oddalotu 19-21, 21-14 og 21-16. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR eftir sigur í úrslitum á Bjarna Þór Sverrissyni og Eysteini Högnasyni TBR 21-14 og 21-16. Einliðaleik kvenna vann Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í greininni var keppt í riðli. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA en í flokknum var keppt í riðli. Tvenndarleikinn unnu Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA sem sigruðu naumlega í úrslitum Andra Pétur Magnússon og Karolinu Prus KR 21-19 og 22-20.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á SETmóti KR.

Skrifađ 1. desember, 2014
mg