Kári keppti í Wales

Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega velska mótinu í dag. Kári keppti í forkeppni mótsins gegn James Farmer frá Englandi og tapaði 22-20 og 21-11. Kári spilaði vel í fyrri lotunni en náði sér ekki á strik í þeirri seinni.

Kári mun taka þátt í Swedish Masters mótinu í Stokkhólmi í janúar.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega velska mótinu.

Skrifađ 26. nóvember, 2014
mg