Stjörnumótaröđin - Atli og Katrín međ forystu

Stjörnumótaröð Badmintonsambandsins hefur verið í fullum gangi í vetur. Á mótaröðinni keppa sterkustu badmintonmenn landsins sín á milli í stigakeppni en samanlögð stig í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik skera úr um stöðu mála.

Nú er fjórum mótum af níu lokið og hefur stigalisti mótaraðarinnar hefur verið uppfærður. Í meistaraflokki karla er Atli Jóhannesson, TBR, með forystu en í meistaraflokki kvenna er það Katrín Atladóttir, TBR, sem er í efsta sæti. Í A flokki eru það Kjartan Ágúst Valsson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og Una Harðardóttir úr Badmintonfélagi Akranes sem eru með forystu.

Smellið hér til að skoða stiga stöðu Stjörnumótaraðarinnar 2007-2008.

Næsta mót Stjörnumótaraðarinnar er Óskarsmót KR sem fer fram fimmtudaginn 24.janúar næstkomandi. Á mótinu er keppt í einliðaleik í meistara, A og B flokki karla og kvenna. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast með því að smella hér. Það er Badmintondeild KR sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins.

Skrifađ 15. janúar, 2008
ALS