Br°ndby Strand fellur um tv÷ sŠti milli umfer­a

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, tapaði leik sínum gegn Amager ABC um helgina 5-8.

Magnús lék annan einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Jonas Arly Rasmussen og vann 21-19 og 21-9. Tvíliðaleikinn lék hann með Frank Johannsen og þeir unnu Jesper Mikkelsen og Michael Würtz eftir oddalotu 21-15, 22-24 og 21-13.

Liðsmenn Brøndby Strand unnu einnig fyrri tvenndarleikinn, þriðja einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Amager ABC.

Eftir þessa fimmtu umferð fellur Brøndby Strand um tvö sæti og er nú í fjórða sæti riðilsins í Danmerkurseríunni en liðið spilar í öðrum riðli austurdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum í austri og fjórum í vestri. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Brøndby Strand er laugardaginn 6. desember gegn Herlev Badminton.

Skrifa­ 18. nˇvember, 2014
mg