Aabenraa tapaði naumlega

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Grindsted BK um helgina og tapaði naumlega 6-7.

Margrét lék ekki með liði sínu í þessari viðureign vegna meiðsla sem hún er enn að jafna sig á. Liðsmenn Aabenraa unnu fyrri einliðaleik kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleiki karla, fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Grindsted BK.

Eftir þessa fimmtu umferð er Aabenraa í öðru sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Aabenraa er föstudaginn 5. desember gegn Dybbøl.

Skrifað 17. nóvember, 2014
mg