KBK burstaði Charlottenlund 11-2

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, burstaði andstæðinga sína í fimmtu umferð deildinnar 11-2 en liðið mætti Charlottenlund um helgina.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Daniel Stampe og vann 21-15 og 21-10. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen og þeir fengu leik sinn gegn Daniel Stampe og Martin Kent gefinn.

KBK vann einnig fyrri tvenndarleikinn, báða einliðaleiki kvenna, annan og þriðja einliðaleik karla, báða tvíliðaleiki kvenna og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Charlottenlund.

Eftir þessa fimmtu umferð er KBK Kbh. áfram í öðru sæti riðilsins í þriðju deild en í þriðju deild er spilað í fjórum riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deild.

Næsta viðureign KBK Kbh. er laugardaginn 6. desember gegn Holte 2.

Skrifað 17. nóvember, 2014
mg