Taastrup Elite 2 fer upp um eitt sæti

Taastrup Elite 2, lið Ragnars Harðarsonar í Sjálandsseríunni í Danmörku, keppti fjórða leik sinn gegn Herlev Badminton 3 á laugardaginn og vann 9-4.

Ragnar lék tvær viðureignir fyrir lið sitt, fjórða einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Daniel Hecht Jensen og vann 21-17 og 22-20. Tvíliðaleikinn lék hann með Jonas Svennevig gegn Lars Kielsgaard Hansen og Daniel Hecht Jensen. Ragnar og Svennevig unnu 21-17 og 21-9. Liðsmenn Taastrup Elite 2 unnu einnig báða tvenndarleikina, alla einliðaleiki karla og og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Herlev Badminton 3.

Eftir þessa fimmtu umferð fer Taastrup Elite 2 upp um eitt sæti og er nú í öðru sæti riðilsins en Sjálandsserían er spiluð í tveimur riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Taastrup Elite 2 er laugardaginn 6. desember gegn Albertslund.

Skrifað 16. nóvember, 2014
mg