Úrslit Meistaramóts BH

Meistaramót BH var um helgina. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir úrslitaleik gegn Kristófer Darra Finnssyni TBR sem endaði með sigri Atla 21-16 og 21-15. Einliðaleik kvenna sigraði Sigríður Árnadóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR sem unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Pálma Guðfinnsson TBR 21-14 og 21-16. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Sigríður Árnadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR Hörpu Hilmisdóttur TBR og Línu Dóru Hannesdóttur 21-8 og 21-4. Tvenndarleik unnu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Einar Óskarsson og Jóhönnu Jóhannsdóttur TBR 21-15 og 21-18.

Í A-flokki sigraði Davíð Phuong TBR en hann vann í úrslitum Ármann Steinar Gunnarsson BH eftir oddalotu 17-21, 21-11 og 21-14. Í Einliðaleik kvenna vann Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA en keppt var í riðli í greinini. Tvíliðaleik karla sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR en þeir unnu í úrslitum Davíð Phuong og Vigni Haraldsson TBR 21-13 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR og Hrund Gunnarsdóttur Hamri í úrslitum eftir oddalotu 18-21, 21-11 og 21-19. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri en þau unnu í úrslitum Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR eftir oddalotu 21-16, 15-21 og 21-16.

Atli Tómasson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Daníel Ísak Steinarsson TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Andrea Nilsdóttir TBR vann Þórunni Eylands TBR í úrslitum í einliðaleik í B-flokki kvenna eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Garðar Hrafn Benediksson BH eftir oddalotu 21-12, 21-23 og 21-16. Í tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA en þær unnu í úrslitum Elínu Ósk Traustadóttur og Kristínu Sif Þórarinsdóttur BH 21-19 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Sigurður Eðvarð Ólafsson og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH eftir oddalotu gegn Elvari Má Sturlaugssyni og Dalrósu Söru Jóhannsdóttur 25-23, 10-21 og 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ verður Setmót KR 29. nóvember næstkomandi.

Skrifað 16. nóvember, 2014
mg